Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Tvíhliða verkefni

KeyGeothermal

Orkustofnun hefur verið með nokkur tvíhliða verkefni með Póllandi á umliðnum árum. Tvö verkefni eru í gangi 2021–2024. Annað þeirra er verkefnið KeyGeothermal, uppbyggingar- og þjálfunarverkefni í jarðhita, sem var opnað formlega í febrúar 2021 í Póllandi og stendur til 2024.  Markmið verkefnisins er að byggja upp þekkingu helstu hagsmunaaðila í Póllandi á sviði nýtingar jarðhita og auðlindastjórnunar, með áherslu á húshitun með endurnýjanlegum orkugjöfum sem dregur úr loftslagsbreytingum. Einnig var markmiðið að efla og auka samstarf á milli Íslands og Póllands á þessum sviðum, en vegna Covid-19 2021 frestuðust aðgerðir það ár. Helstu aðgerðir á árinu 2022 voru þjálfunarnámskeið í Póllandi til að efla uppbyggingu og notkun jarðhita til húshitunar, sem eykur ávinning á sviði efnahags-, félags-, umhverfis- og loftslagsmála, heimsókn og námskeið á Íslandi og heimsóknir sérfræðinga til valinna svæða í Póllandi. Þessar aðgerðir verkefnisins verða allar endurteknar á árinu 2023.

User4GeoEnergy

Hitt verkefni Orkustofnnar, User4GeoEnergy, sem fjallar um að bæta orkunýtingu í jarðhita með breyttri notkun neytenda, hófst í október 2020 og stendur til 2023. Verkefnið er styrkt af Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum Uppbyggingarsjóð EES á sviði byggðamála. Markmið verkefnisins er að auka hagkvæmni hitaveitukerfa í Póllandi, Ungverjalandi og Slóvakíu, til að auka sjálfbærni og draga úr loftmengun og losun á koltvíoxi, CO2. Þessi markmið ættu að stuðla að auknum vinsældum hitaveitna sem nýta jarðhita í borgum og auka um leið áherslur í baráttunni við loftslagsvandann. Aflað var gagna og annarra upplýsinga í öllum þessum löndum og heimsótti verkefnið m.a. Ísland árið 2022.

Verkefnið varðar miðlun þekkingar á hagnýtum atriðum er varða stjórnun og rekstur hitaveitna með jarðhita á milli Íslands og Noregs annars vegar og Póllands, Slóvakíu og Ungverjalands hins vegar. Einnig er unnið að gerð stærðfræðilíkans af jarðhitakerfum (orkugjafi – hitadreifing – notendur), til að greina ákjósanlegar lausnir fyrir framboð jarðhita í Póllandi, Slóvakíu og Ungverjalandi miðað við jarðhitaskilyrði og verð á innlendum mörkuðum.