Styttu þér leið

Fréttir, tilkynningar og viðburðir

12.9.2016 : Ferðastyrkur á vegum EES sjóðsins til Rúmeníu - orkumál. Ath. lengdur umsóknafrestur

Á vegum Rondine orkuáætlunar Rúmeníu, sem styrkt er af Uppbyggingasjóði EES (EEA Grants), er nú hægt að fá ferðastyrk til Búkarest í Rúmeníu þann 11.-15. október, í þeim tilgangi að styrkja tvíhliða tengsl landanna, sérstaklega á sviði orkumála. Umsóknafrestur til föstudagsins 23. september.

1.9.2016 : Orkusjóður auglýsir sérstaka styrki 2016 

Um er að ræða styrki til verkefna sem leiði til lægri kostnaðar við óniðurgreidda rafkyndingu húsnæðis eða mannvirkja í eigu sveitarfélaga.  

1.9.2016 : Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

Verkefnið, rafbílar - átak í innviðum, er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum.

27.7.2016 : Rýni á drögum skýrslu verndar- og orkunýtingaráætlunar

Það er mat Orkustofnunar að drög að skýrslu verkefnisstjórnar séu ekki fullnægjandi og setji ráðuneyti og Alþingi í erfiða stöðu við framhald verksins. Greiningarvinna er ófullnægjandi, matið byggir á of þröngu sjónarhorni, skortur er á samræmi í einkunnagjöf milli áfanga og niðurstöður flokkunar eru ekki nægilega rökstuddar.

Fréttasafn