Styttu þér leið

Fréttir, tilkynningar og viðburðir

29.9.2017 : Orkusjóður auglýsir fjárfestingastyrki til eflingar innlendrar eldsneytisframleiðslu

Hlutverk Orkusjóðs er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkulinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis

28.9.2017 : Orkustofnun tekur við formennsku í vettvangi eftirlitsaðila endurnýjanlegs eldsneytis í Evrópu

Um er að ræða óformlegan vettvang sem kallast REFUREC (e. Renewable Fuels Regulators Club) og tók Orkustofnun við formennskunni til næstu tveggja ára á fundi sem haldinn var í Reykjavík um miðjan september sl.

8.9.2017 : Orkustofnun synjar kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2016 - 2025  

Orkustofnun tók í dag ákvörðun um að synja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2016-2025. Með breytingu á raforkulögum á árinu 2015 fékk Orkustofnun nýtt hlutverk sem felst í eftirliti með uppbyggingu flutningskerfisins í gegnum kerfisáætlun Landsnets.

15.8.2017 : Leyfi til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni í Fossfirði við Arnarfjörð 

Orkustofnun veitti þann 14. ágúst sl. fyrirtækinu Björgun ehf. í Reykjavík, leyfi til ársloka til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni, þ.e. á svæði út af mynni Fossár í botni Fossfjarðar við Arnarfjörð. Leyfið tekur til tilraunatöku með sanddæluskipi á allt að 300 rúmmetrum af möl og sandi, þ.e. til töku sex sýna, allt að 50 rúmmetrum hvert sýni.

Fréttasafn