Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Raforkueftirlitið gefur út fyrstu útgáfu Aðferðafræði við hermun á raforkuöryggi

Raforkueftirlitið gefur út fyrstu útgáfu Aðferðafræði við hermun á raforkuöryggi

9 apríl 2024
Raforkueftirlitið gefur út fyrstu útgáfu Aðferðafræði við hermun á raforkuöryggi

Raforkueftirlit Orkustofnunar hefur gefið út fyrstu útgáfu Aðferðafræði við hermun á raforkuöryggi íslenska raforkukerfisins. Skjalið lýsir aðferðum fyrir líkanagerð íslenska raforkukerfisins við að meta öryggi raforku til skamms og meðallangs tíma (0-5 ára). Niðurstöður þessarar líkanagerðar verða bornar saman við viðmið um raforkuöryggi sem fjallað verður um í sérstöku skjali.

Aðferðafræðin nær til mælikvarða um raforkuöryggi sem notaðir eru, forsendna líkansins (framboðs-, eftirspurnar- og flutningshlið), helstu breytur sem notaðar eru til að herma markaðinn, þann hugbúnað sem notast er við athuganirnar, vænts úttaks líkansins, gæðaeftirlits og fjallar stuttlega um viðmið um raforkuöryggi og fyrirhugaðar umbætur á líkaninu.

Líkanið mun herma núverandi kerfi með þekktum breytingum á næstu árum. Á grundvelli þessa grunnlíkans er mögulegt að búa til sviðsmyndir til að greina áhrif ýmissa aðgerða og mögulegar breytingar sem kunna að leiða af þeim.

Þessi aðferðafræði er lifandi skjal sem mun þróast eftir því sem aðferðafræði líkanagerðarinnar er betrumbætt. Ef þú hefur tillögur til úrbóta skaltu ekki hika við að hafa samband við Orkustofnun. Breytingar sem þegar eru til skoðunar eru taldar upp í lokakafla Aðferðafræðinnar.

Lesa má skýrsluna hér