Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Fréttir
Fyrsta söluferli viðskiptavettvangs raforku fer fram

Fyrsta söluferli viðskiptavettvangs raforku fer fram

17 apríl 2024
Fyrsta söluferli viðskiptavettvangs raforku fer fram

Í desember síðastliðnum veitti ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftlagsmála tveimur fyrirtækjum réttindi til að reka raforkumarkaði. Annað þessara fyrirtækja, Vonarskarð, hefur nú hafið sína fyrstu söluferla.

Í þessum fyrsta fasa söluferlana verða þrjár vörur boðnar:

  • Grunnorka sem er sama magn orku allar klukkustundir sólarhringsins í eitt ár frá upphafsdegi.
  • Mánaðarblokkir sem er sama magn orku allar klukkustundir sólarhringsins í einn mánuð frá upphafsdegi.
  • Stundarrafmagn sem er raforka fyrir eina klukkustund.

Söluferlið hófst á mánudaginn 15. apríl, þar sem í boði voru grunnorkusamningar í sex mismunandi flokkum, með afhendingartíma allt til ársins 2029. Alls bárust kaup- og sölutilboð fyrir 1.269 GWst af raforku, en engin viðskipti áttu sér stað vegna þess að sölutilboðin voru hærri en kauptilboðin.

Næsta söluferli fór fram þann 16. apríl, þar sem boðið var upp á mánaðarblokkir frá maí 2024 til ágúst 2025. Fjöldi kaup- og sölutilboða í þessu ferli var 64,5GWst en alls áttu sér viðskipti með 4,4 GWst.

17. apríl fer fram söluferli með stundarrafmagn.

Vonarskarð hyggst halda útboð fyrir stundarrafmagn vikulega, en fyrir grunnorku og mánaðarblokkir verða útboðin mánaðarlega í þessum fyrsta fasa starfseminnar sem stendur fram í miðjan júní.

Frekari upplýsingar um eru aðgengilegar á heimasíðu Vonarskarðs.