Vottun vistvæns eldsneytis

Framleiðendur og seljendur eldsneytis þurfa að skila gögnum til Orkustofnunar 1. febrúar ár hvert. Við lagabreytingarnar sem samþykktar voru fyrr á árinu 2013 þurfa framleiðendur að skila til viðbótar við hefðbundin gagnaskil gögnum um hráefni sem notað er til framleiðslu eldsneytis þar sem fram kemur magn, tegund, uppruni, framleiðslugeta og stofnár framleiðslueiningar eldsneytis, og seljendur þurfa að skila til viðbótar við hefðbundin gagnaskil upprunavottorði frá viðurkenndum vottunaraðilum eða greinargerð um uppruna eldsneytis, árituð af endurskoðanda.

Lög nr. 40/2013 fjalla um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. Þar kemur m.a. fram:

  • Söluaðila eldsneytis á Íslandi ber að tryggja að minnst 5% af orkugildi heildarsölu hans af eldsneyti til notkunar í samgöngum á öllu landinu á ári sé endurnýjanlegt eldsneyti
  • Innlendir framleiðendur eða söluaðilar endurnýjanlegs eldsneytis skulu sýna fram á að eldsneyti sé endurnýjanlegt og framleiðsla þess uppfylli sjálfbærniviðmið sé það ætlað til notkunar í samgöngum á landi
  • Eldsneyti úr úrgangi vegur tvöfalt í markmiðinu óháð eldsneytistegund (lífdísill, metan, etanól, metanól)

Við gagnaskilin er boðið upp á tvær leiðir til vottunar vistvæns eldsneytis. Nánari upplýsingar má finna í glærukynningu sem haldin var þann 17. september 2013 á Orkustofnun og þann 18. september 2013 á Akureyri .

Eftirlit með framkvæmd laganna er í höndum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Orkustofnunar

Lög og reglugerðir

Lög nr. 40/2013 – skylda söluaðila eldsneytis að selja eldsneyti af vistvænum uppruna.

Reglugerð nr. 750/2013 – skilgreinir sjálfbærniskilyrði

Reglugerð nr. 818/2014 - breyting á reglugerð nr. 750/2013

Reglugerð nr. 870/2013 – Segir meðal annars hvernig gagnaskilum til OS skuli háttað og nánar um útfærslu laga nr. 40/2013

Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum á netfangið eldsneyti@os.is