Græna orkan - Vistorka í samgöngum

graena-orkan-bordi

Græna orkan er heiti á klasasamstarfi um orkuskipti sem miðar að því að auka hlut visthæfra innlendra orkugjafa í samgöngum á kostnað innflutts kolefnaeldsneytis. Iðnaðarráðherra hafði forgöngu um verkefnið sem undirbúið var í samstarfi við önnur ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög og hefur skipað verkefnisstjórn til að þróa samstarfið áfram og fá fleiri þátttakendur og samstarfsaðila til liðs við Grænu orkuna.

www.graenaorkan.is