Fróðleikur um vistvænt eldsneyti

Metan ruslabíllLeiðir til að knýja faratæki með vistvænum hætti eru mjög í umræðunni um allan heim um þessar mundir og hafa möguleikarnir aldrei verið fleiri í þeim efnum. Í þróun eru bílar sem ganga fyrir vetni, rafmagni, bæði rafmagni og bensíni, etanóli, metanóli, bútanóli, metani, E85, lífdísilolíu og jafnvel samanþjöppuðu lofti. Tæknileg útfærsla er þó mislangt á veg komin í hverju tilviki og jafnframt má segja að möguleikarnir henti misvel við íslenskar aðstæður.