Orkuskipti í samgöngum á landi og í haftengdri starfsemi

Samkvæmt þingsályktun um orkuskipti sem samþykkt var 31. maí 2017 er stefnt að því að auka hlutdeild innlendra endurnýjanlegra orkugjafa á kostnað jarðefnaeldneytis. Með orkuskiptunum má búast við orkusparnaði, auknu orkuöryggi, gjaldeyrissparnaði og minni losun gróðurhúsalofttegunda.

Endurnýjanlegir orkugjafar í samgöngum

Flestir bílar á Íslandi eru knúnir með jarðefnaeldsneyti eins og staðan er í dag. Bílum landsmanna fjölgar vegna fólksfjölgunar og samhliða því eykst kolefnislosun í andrúmsloftið. Umhverfisáhrif af völdum losunar við bruna jarðefnaeldsneytis og óendurnýjanleg uppspretta þess vekur fólk til umhugsunar um aukna notkun endurnýjanlegra orkugjafa.