Lífdísilolía

RepjuakurLífdísilolía hefur verið flutt inn síðan 2004 og seld sem B5 eða B10 eldsneytisblanda, en þá eru 5% eða 10% blöndunnar lífdísilolía en afgangurinn hefðbundin dísilolía. Þar með nýtast núverandi innviðir. Hér á landi er framleidd lífdísilolía úr úrgangsolíu hjá fyrirtækinu Orkey á Akureyri [http://orkey.is/]. Einnig er ráðgert að framleiða lífdísilolíu úr sláturúrgangi á Blönduósi.

Siglingastofnun Íslands stendur fyrir rannsóknum á vistvænum orkugjöfum og hefur framleitt lífdísilolíu úr repju í tilraunaskyni.

Með núverandi tækni í lífeldsneyti, þá er erfitt eða jafnvel ómögulegt að skipta út öllu jarðefnaeldsneyti á Íslandi með lífeldsneyti sem framleitt er hérlendis. Hinsvegar er það vel mögulegt að skipta út hluta eldsneytisnotkunar með lífeldsneyti sem framleitt er úr úrgangi. Slík framleiðsla dregur ekki einungis úr CO2 losun, heldur minnkar einnig þörf Íslendinga fyrir innflutt eldsneyti og dregur úr urðun sorps.

Lífdísilolía sem framleidd er úr úrgangsfitu eða úr jurtum er efnafræðilega séð frábrugðin hefðbundinni dísilolíu. Lífdísilolían smyr betur en þolir kulda oftast verr en hefðbundin dísilolía.

Hægt er að fræðast meira um lífdísilolíu hér og hér (á ensku).