Etanól

Etanól er framleitt úr jurtum eins og maís og sykurreyr. Etanól má einnig framleiða úr grasi eða lúpínu sem unnt er að afla innanlands. Til þess að framleiða nóg etanól úr heyi til þess að blanda 3% í allt bensín sem selt er, þyrfti 2.500–3.000 ha af landi, en 5.000–7.500 ha ef etanólið væri framleitt úr lúpínu.

Etanól blandast í bensín, þó orkuinnihald þess sé ívið lægra. Það þýðir að bensínbíll sem keyrir á etanólblönduðu bensíni kemst ekki alveg jafn langt á lítranum og sambærilegur bíll sem keyrir á hreinu bensíni.

Í Brasilíu eru nær allir bílar fjölorkubílar sem ganga fyrir hvaða blöndu etanóls og bensíns sem er og aukin eftirspurn er eftir etanóli í Bandaríkjunum, svo dæmi séu tekin. Þar er verð á etanóli orðið sambærilegt við bensínverð. Ný tækni í framleiðslu etanóls, þar sem plöntuleifar eru nýttar, gerir þessa leið ákjósanlegri, auk þess sem flestir nýir bílar geta gengið fyrir etanólblönduðu bensíni, allt að 10–30%, án teljandi breytinga.

Hreint etanól drekkur í sig vatn, og það getur valdið vandræðum. Þegar um er að ræða etanól sem íblöndun, er þetta þó ekki alvarlegt vandamál.

Enn sem komið er hefur etanól sem eldsneyti ekki verið framleitt á Íslandi, en lítilræði hefur verið flutt inn og notað í tilraunaakstur.

Hægt er að fræðast meira um etanól á hér (á ensku).