DME

Dímetýl eter, eða DME, er litarlaust gas sem hægt er að nota sem eldsneyti í lítið breyttum dísilvélum. DME er venjulega framleitt úr efnasmíðagasi sem er blanda vetnis og kolmónoxíðs. Það er einnig mögulegt að framleiða DME úr koldíoxíði og vetni. Raunar eru fyrstu skrefin í DME framleiðslu þau sömu og í metanól framleiðslu, og má segja að DME sé framleitt úr metanóli.

Við framleiðslu efnasmíðagass er hráefnið oftast jarðefnaeldsneyti, svo sem jarðgas eða kol. En það er hægt að fá vetnið með rafgreiningu vatns og kolmónoxíðið frá kolmónoxíðgjafa, s.s. útblæstri frá verksmiðju eða borholu. Þessi seinni aðferð hefur verið skoðuð á Íslandi.

Þann 19. september, 2008, skrifuðu fulltrúar iðnaðarráðuneytis, Orkustofnunar, Mitsubishi Heavy Industries, Mitsubishi Corporation og Heklu undir viljayfirlýsingu um samvinnu við athugun á hugsanlegum tæknilausnum sem tengjast langtímamarkmiðun um afnám losunar frá jarðefnaeldsneyti á Íslandi. Í framhaldi af þeirri viljayfirlýsingu var framkvæmd fýsileikakönnun á framleiðslu DME á Íslandi. Járnblendið á Grundartanga var valið sem kolefnisgjafinn. Niðurstöður fýsileikakönnunarinnar voru birtar í samantekt, þar sem lokaskýrslan var trúnaðarmál.

Hægt er að fræðast meira um DME hér (á ensku).