Lög og reglugerðir

Samkvæmt lögum um Orkustofnun er eitt af meginhlutverkum stofnunarinnar að safna gögnum um orkulindir og aðrar jarðrænar auðlindir, nýtingu þeirra og orkubúskap landsmanna, varðveita þau og miðla upplýsingum til stjórnvalda og almennings. Í samræmi við þetta hlutverk, safnar Orkustofnun gögnum um jarðefnaeldsneyti sem og upplýsingar um aðra orkunýtingu á Íslandi.

Til að sinna hlutverki því sem lýst er hér að ofan, er Orkustofnun heimilt að krefjast gagna sem varða nýtingu á jarðrænum auðlindum, orkuframleiðslu og orkunotkun, þ.m.t. gagna um innflutning, geymslu og sölu á jarðefnaeldsneyti. Skylt er þeim sem stunda atvinnurekstur er varðar framangreint að afhenda stofnuninni gögn samkvæmt reglugerð um söfnun gagna um innflutning, geymslu og sölu á eldsneyti.