Verðþróun og olíunotkun í heiminum

Síðustu áratugi hefur olía verið mest notaði orkugjafinn í heiminum. Stærstu þekktu olíulindir heimsins eru í Arabaríkjunum við Persaflóa en notkunin er mest í iðnríkjunum. Milliríkjaviðskipti með olíu eru því mikil. Verðbreytingar á olíu hafa mikil áhrif um allan heim og á það einnig við hér á landi.

Verðþróun á alþjóðamarkaði og olíunotkun í heiminum síðustu áratugi

Meðalverð á hráolíu á Arabian Light er sýnt hér að neðan. Á myndinni sést hráolíuverð á Arabian Light frá 1970 fram til janúar 2011. Frá árinu 2005 hefur olíuverð hækkað mikið meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar samhliða miklum hagvexti í Kína, Indlandi og í öðrum þróunarríkjum. Flestar spár gera ráð fyrir að verðið haldist hátt áfram á næstu árum og að til lengri tíma litið muni það halda áfram að hækka sem mun skila sér í aukinni áherslu á orkusparnað og tilfærslu yfir á aðra orkugjafa.

Meðalverð á hráolíu

Meðalverð á hráolíu, Arabian Light, 1. janúar árin 1970 til 2011 og UK Brent 1980 til 2011.

Smelltu til að hlaða niður excel-skjali með gögnum

Meðalverð frá dælu á bensíni og dísilolíu sést á myndinni hér að neðan en eins og sést á myndinni hefur verðið sveiflast í takt við hráolíuverð á heimsmarkaði. Árið 2011 var verð á dísilolíu að meðaltali hærra en á bensíni en það ár var eldsneytisverð hér á landi hærra en áður hefur sést eins og fram kemur á myndinni.

Meðalverð frá dælu á gasolíu og bensíni 1970-2011 á verðlagi í janúar 2012Meðalverð frá dælu á gasolíu og bensíni 1970-2011 á verðlagi í janúar 2012.

Smelltu til að hlaða niður excel-skjali með gögnum

Vinnsla hráolíu og sannreyndar olíulindir eru á myndunum hér að neðan. Notaðar eru tölur frá BP bæði fyrir stærð olíulinda og olíuframleiðslu frá og með árinu 1994. Samkvæmt upplýsingum BP er áætlað að þekktar olíulindir nýtist í rúmlega 45 ár og hefur þessi tími verið að aukast á undanförnum árum þrátt fyrir aukna olíunotkun.

Vinnsla hráolíu og sannreyndar olíulindirVinnsla hráolíu í heiminum tímabilið 1970 til 2007.

Vinnsla hráolíu í heiminumFjöldi ára sem sannreyndar olíulindir munu duga miðað við vinnslu viðkomandi árs.

Smelltu til að hlaða niður excel-skjali með gögnum