Samanburður við spá frá 2008

Áætluð eldsneytisnotkun á spátímabilinu er sýnd á myndunum hér að neðan. Innlenda notkunin er nokkuð minni á næstu árum en í eldri spá í samræmi við þær breytingar sem hafa átt sér stað á undanförnum árum en þegar horft er lengra fram í tímann minnkar frávikið frá spánni 2008. Notkun tækja á eldsneyti hefur minnkað verulega á undanförnum árum en fiskiskip hafa notað heldur meira eldsneyti en gert var ráð fyrir í spánni frá 2008.

Millilandanotkunin hefur verið minni en ráð var fyrir gert og stafar það af minni flutningum í kjölfar hrunsins hér á landi árið 2008. Breytingar í hina áttina urðu þó á árinu 2010, er mikil aukning varð að nýju í þessari starfsemi sem hélt áfram árið 2011 og horfur eru á áframhaldandi aukningu á næstu árum.

Orkuspárnefnd hefur fimm sinnum unnið spár um eldsneytisnotkun en nú er í annað sinn endurreiknuð spá á milli þess sem spár eru endurskoðaðar frá grunni. Slíkt hefur verið gert árlega varðandi raforkuspár og þær síðan endurskoðaðar frá grunni á 5-7 ára fresti. Fyrsta eldsneytisspáin kom út snemma árs 1980 og náði einungis til notkunar olíu tímabilið 1980-2000. Þar var byggt á gögnum fram til 1978 um sölu olíufélaganna hér á landi og þá bæði til Íslendinga og útlendinga. Ekki voru tekin með kaup íslenskra skipa og flugfélaga á eldsneyti erlendis. Hér var því á ferðinni spá um sölu á olíu á Íslandi. Næsta spá kom út á árinu 1988 og náði til tímabilsins 1988-2015. Þar var áætluð eldsneytisnotkun Íslendinga og henni skipt niður í innlenda notkun og millilandanotkun. Í innanlandsnotkuninni var sleppt sölu til erlendra aðila svo sem erlendra skipa og af þeim sökum eru þessar spár ekki fullkomlega sambærilegar. Þriðja spáin kom síðan út árið 1995 og þar voru notaðar svipaðar forsendur hvað þetta varðar og í spánni frá 1988. Þó var gerð ein breyting á millilandaflutningunum þar sem miðað var við notkun íslenskra fyrirtækja en í spánni frá 1988 var reynt að áætla alla notkun í flutningum að og frá landinu. Fjórða spáin kom síðan út árið 2001 og var hún byggð á sama grunni og næsta spá á undan. Sú spá var síðan endurreiknuð árið 2005. Síðasta spá kom út árið 2008 og voru þá ekki tekin með olíukaup Íslendinga erlendis heldur var miðað við sölu eldsneytis á Íslandi og er þessi spá endurreikningur á þeirri spá.

Samanburður við spá frá 2008, innlend notkun olíu

Samanburður við spá frá 2008, innlend notkun olíu

Smelltu til að hlaða niður excel-skjali með gögnum

Samanburður við spá frá 2008, millilandanotkun olíu

Samanburður við spá frá 2008, millilandanotkun olíu

Smelltu til að hlaða niður excel-skjali með gögnum

Samanburður við spá frá 2008, notkun innlendra fiskiskipa

Samanburður við spá frá 2008, notkun innlendra fiskiskipa

Smelltu til að hlaða niður excel-skjali með gögnum

Samanburður við spá frá 2008, olíunotkun bifreiða

Samanburður við spá frá 2008, olíunotkun bifreiða

Smelltu til að hlaða niður excel-skjali með gögnum

Samanburður við spá frá 2008, olíunotkun tækja

Samanburður við spá frá 2008, olíunotkun tækja

Smelltu til að hlaða niður excel-skjali með gögnum

Samanburður við spá frá 2008, notkun nýrra orkugjafa í stað olíu

Samanburður við spá frá 2008, notkun nýrra orkugjafa í stað olíu

Smelltu til að hlaða niður excel-skjali með gögnum