Notkun olíu

Spá um innlenda olíunotkun fyrir tímabilið 2012-2050 ásamt rauntölum áranna 1993-2011

Spá um innlenda olíunotkun

Smelltu til að hlaða niður excel-skjali með gögnum

Líkt og sést á myndinni hér að ofan þá hefur notkunin hefur minnkað verulega síðustu fjögur árin vegna minni notkunar fiskiskipa og tækja. Notkun fiskiskipa hefur minnkað allt frá árinu 1996 m.a. vegna minnkandi veiða á fjarlægum miðum og vegna minni loðnuveiði. Samkvæmt þessari spá mun innlenda notkunin að mestu standa í stað næstu áratugi en síðustu tíu ár spátímabilsins fer hún þó minnkandi.

Myndirnar hér að neðan sýna millilandanotkunina eins og áætlað er að hún verði næstu fjóra áratugina auk þess sem fram koma rauntölur síðustu ára. Notkunin minnkaði verulega árin 2008 og 2009 en tók að vaxa að nýju á árinu 2010 og spáð er áframhaldandi vexti á næstu árum.

Spá um millilandanotkun á olíu tímabilið 2012-2050 ásamt rauntölum áranna 1993-2011

Spá um millilandanotkun á olíu

Smelltu til að hlaða niður excel-skjali með gögnum

Spá um hlutfallslega aukningu millilandanotkunar olíu árin 2012-2050 ásamt rauntölum áranna 1993-2011

Spá um hlutfallslega aukningu millilandanotkunar olíu

Smelltu til að hlaða niður excel-skjali með gögnum

Myndirnar hér að neðan sýna heildarsölu á Íslandi á olíu og nýjum orkugjöfum sem munu koma í stað olíu á næstu áratugum skipt niður eftir flokkum notkunar og tegundum eldsneytis. Bæði er um að ræða innlenda notkun og millilandanotkun. Notkun olíu er nú mest í bifreiðum, eins og fram kemur á myndinni og stendur hún í stað á næstu árum og minnkar síðan þegar nýir orkugjafar fara að leysa olíu af hólmi en hið háa olíuverð um þessar mundir er hvati að slíkri breytingu. Næstmest er notkun olíu hjá innlendum fiskiskipum en fram til 2002 var notkunin mest þar. Þessi notkun hefur minnkað verulega en miðað er við að hún aukist að nýju samhliða uppbyggingu fiskistofnanna. Spáin gerir ráð fyrir að notkun flugfélaga vaxi langmest, hún eykst um 150% fram til 2050 og verður stærsti flokkurinn í lok spátímabilsins.

Spá um notkun olíu eftir notkunarflokkum tímabilið 2012-2050 ásamt rauntölum áranna 1993-2011, sala alls á Íslandi

Spá um notkun olíu eftir notkunarflokkum

Smelltu til að hlaða niður excel-skjali með gögnum

Spáð er nokkurri aukningu í notkun gasolíu, en fiskiskip eiga mestan þátt í þeirri aukningu líkt og sjá má að myndinni hér að neðan. Notkun svartolíu er talin munu hverfa á spátímabilinu sökum krafna um að nota eldsneyti sem hefur minni umhverfisáhrif og færist sú notkun yfir á gasolíu og raforku. Hér er því gert ráð fyrir að umhverfisáhrifin ráði ferðinni fremur en áhrif þess að spáð er háu olíuverði næstu árin sem leiðir af sér að notendur sæki í ódýrustu olíuna sem þeir eiga möguleika á að nota. Gert er ráð fyrir að bensínsala standi að mestu í stað næsta rúma áratug en minnki síðan vegna tilkomu nýrra orkugjafa. Notkun olíu í flugvélum mun ná hámarki fyrir lok spátímabilsins samkvæmt þessari spá.

Spá um notkun olíu og nýrra orkugjafa í stað olíu eftir tegundum tímabilið 2012-2050 ásamt rauntölum áranna 1993-2011, sala alls á Íslandi

Spá um notkun olíu og nýrra orkugjafa í stað olíu eftir tegundumSmelltu til að hlaða niður excel-skjali með gögnum