Notkun nýrra orkugjafa í stað olíu

Í töflunni hér að neðan er sýnd notkun á nýjum orkugjöfum í stað olíu. Á undanförnum árum hefur sú notkun sem þar er sýnd verið að langmestu leyti raforka sem hefur komið í stað olíu í iðnaði. Einnig hefur verið smávægileg notkun á metani og vetni og hefur notkun metans vaxið hratt samhliða hækkandi olíuverði. Hér er þó ekki tekin með notkun hjá kyntum hitaveitum þar sem þær koma ekki síður í staðinn fyrir beina rafhitun en olíukyndingu. Eitthvað hefur verið um notkun nýrra orkugjafa í samgöngum en það er enn sem komið er óverulegt. Á seinni hluta spátímabilsins fara síðan nýir orkugjafar að láta verulega að sér kveða á öðrum sviðum svo sem bifreiðum, fiskiskipum og flugvélum. Ekki er reynt að skipta notkuninni niður eftir orkugjöfum þar sem óljóst er hvernig sú skipting verður. Notkun annarra orkugjafa er því sýnd í olíuígildi.

 Spá um notkun nýrra orkugjafa í stað olíu, olíuígildi.
Ár Innlend notkun
(Þús. tonn)
Millilanda-
notkun (Þús. tonn)

Samtals
(Þús. tonn)
1993* 5 0 5
1994* 6 0 6
1995* 11 0 11
1996* 14 0 14
1997* 15 0 15
1998* 12 0 12
1999* 11 0 11
2000* 14 0 14
2001* 14 0 14
2002* 17 0 17
2003* 23 0 23
2004* 22 0 22
2005* 20 0 20
2006* 21 0 21
2007* 20 0 20
2008* 20 0 20
2009* 19 0 19
2010* 17 0 17
2011* 19 0 19
2012 23 0 23
2013 24 0 24
2014 25 0 25
2015 25 0 25
2016 27 0 27
2017 29 0 29
2018 30 0 30
2019 32 0 32
2020 37 0 37
2025 57 1 57
2030 72 1 73
2035 86 3 89
2040 107 6 114
2045 143 14 157
2050 199 29 228

* Rauntölur