Notkun kola

Kolanotkun hér á landi var tæp 140 þúsund tonn árið 2011 og hefur aukist mikið samhliða aukinni stóriðju. Sementsverksmiðjan hefur farið út í að nota úrgangsolíu og skautleifar sem koma í stað hluta af kolanotkuninni. Sementssala hefur minnkað mikið á undanförnum árum og hefur sementsframleiðslu nú verið hætt tímabundið. Óvíst er um framhaldið og því er ekki gert ráð fyrir kolanotkun vegna sementsframleiðslu í spánni nú. Ekki er búist við því að kolanotkun aukist á kostnað olíunnar þar sem olían er mest notuð í samgöngum og fiskveiðum þar sem engin áform eru um að nota kol. Enn fremur er ólíklegt að um frekari notkun kola verði að ræða í hefðbundnum iðnaði. Í töflunni hér að neðan kemur fram áætluð notkun kola á spátímabilinu. Einungis er hér tekin með sú stóriðja sem er í rekstri eða komin er á framkvæmdastig og er því ekki meðtalin hugsanleg ný stóriðja svo sem nýjar kísilverksmiðjur sem rætt hefur verið um að byggja í Helguvík og á Bakka við Húsavík en þær mundu væntanlega kalla á verulega aukna kolanotkun.

 Spá um kolanotkun Íslendinga
Ár Innlend notkun
(Þús. tonn)
Rýrnun-
(Þús. tonn)
Innflutningur 
(Þús. tonn)
1993* 69,0 0,0 69,0
1994* 102,2 0,0 102,2
1995* 92,1 0,0 92,1
1996* 91,3 0,0 91,3
1997* 94,7 0,0 94,7
1998* 85,0 0,0 85,0
1999* 99,4 0,0 99,4
2000* 137,5 0,0 137,5
2001* 149,1 0,0 149,1
2002* 148,6 0,0 148,6
2003* 148,2 0,0 148,2
2004* 154,8 0,0 154,8
2005* 149,6 0,0 149,6
2006* 150,9 0,0 150,9
2007* 163,6 0,0 163,6
2008* 139,8 0,0 139,8
2009* 129,4 0,0 129,4
2010* 130,0 0,0 130,0
2011* 136,5 0,0 136,5
2012 128,6 0,0 128,6
2013 128,6 0,0 128,6
2014 128,6 0,0 128,6
2015 128,6 0,0 128,6
2016 128,6 0,0 128,6
2017 128,6 0,0 128,6
2018 128,6 0,0 128,6
2019 128,6 0,0 128,6
2020 128,6 0,0 128,6
2025 128,6 0,0 128,6
2030 128,6 0,0 128,6
2035 128,6 0,0 128,6
2040 128,6 0,0 128,6
2045 128,6 0,0 128,6
2050 128,6 0,0 128,6

* Rauntölur