Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Orkuhermirinn

Hvernig metum við raforkuöryggi á Íslandi?

Spila myndband

Eitt af hlutverkum Orkustofnunar er að fylgjast með raforkuöryggi landsins og einn liður í því er að byggja upp Orkuherminn. Hann er hermir raforkukerfi landsins í heild sinni og byggja hermanirnar á framleiðslugetu hverrar virkjunar landsins, flutningstakmörkunum í flutningskerfinu, spá um framtíðarnotkun, sögulegt innflæði í lón o.fl. Notast er við alþjóðlegt kerfi sem hefur m.a. verið notað af framleiðendum á Íslandi til margra ára. Þessar hermanir eru nýttar til að meta raforkuöryggi landsins með því t.d. að meta líkur á því hvort, hvenær og þá hversu mikill raforkuskortur gæti orðið í framtíðinni. Hermirinn mun líka nýtast í sviðsmyndagreiningar þar sem skoða á áhrif mismunandi framkvæmda, t.d. nýjar flutningsleiðir, nýjar virkjanir eða nýir notendur, gætu haft á raforkuöryggi. Tólið gagnast best til mats á þessum mælikvörðum til skemmri tíma eða frá núverandi ári og um fimm ár fram í tímann, en eftir það eru önnur tæki eins og framkvæmdaráætlanir og, til enn lengri tíma, rammaáætlun gagnlegri til að meta þá.

Stefnt er að því að setja viðmið um hvað teljist fullnægjandi raforkuöryggi og mun Orkuhermirinn meta það hvort slík viðmið eru uppfyllt hverju sinni. Sé niðurstaðan að viðmiðin séu ekki uppfyllt setur það af stað viðbrögð til að tryggja fullnægjandi raforkuöryggi. Þessi viðbrögð gætu verið af hálfu Orkustofnunar, stjórnvalda, Landsnets eða annarra.